Helgi Jónas hættir sem aðstoðar landsliðsþjálfari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur látið af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfubolta vegna breytinga í vinnu. Hann mun hins vegar vera liðinu áfram innan handar með styrktarþjálfun. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Helgi Jónas hætti sem kunnugt er sem þjálfari Grindavíkur eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum í vor.

Stóðu sig vel á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Alls tóku 13 keppendur frá UMFG þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um helgina. Grindvísku unglingarnir unnu til nokkurra verðlauna en þau kepptu í sundi, motocrossi, knattspyrnu, körfuknattleik og frjálsum íþróttum. Að sögn Bjarna Más Svavarssonar formanns UMFG voru grindvísku unglingarnir UMFG og sínu byggðarlagi til mikils sóma en hann hafði reyndar vonast eftir fleiri þátttakendum. Fánaberi …

Dýrmætt jöfnunarmark

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík krækti í ákaflega mikilvægt stig í botnbaráttuslagnum gegn Fram í kvöld. Úrslitin urðu 2-2 en það var varamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 87. mín. eftir að markvörður Fram hafði varið skalla Pape Mamadou Faye. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik en Iain Williamson jafnaði metin á 59. mín. fyrir Grindavík. Fram komst aftur …

Stærsti leikur sumarsins í deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er úr leik í bikarnum eftir tap gegn KR í undanúrslitum síðasta fimmtudag. En á morgun, miðvikudag, tekur Pepsideildin aftur við og þá kemur Fram í heimsókn en þetta er sannkallaður úrslitaleikur því þarna eigast við liðin í 10. og 12. sæti. Fram hefur 12 stig en Grindavík 6. Fari Grindavík með sigur af hólmi tekst okkar mönnum að …

UNDANÚRSLIT BIKARINS Í KVÖLD

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í kvöld mætast Grindavík og KR á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ. Hér er gullið tækifæri fyrir Grindavík til þess að komast í bikarúrslitin í annað sinn í sögu félagsins en Grindavík tapaði fyrir KR í bikarúrslitaleiknum 1994, 2-0. Þá var Guðjón Þórðarson einmitt þjálfari KR en Luka Kostic stýrði Grindavík. Þrátt fyrir að Grindavík sé í botnbaráttu …

ÚTKALL – ALLIR Á VÖLLINN!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stærsti leikur sumarsins hjá Grindavík í fótboltanum er á Grindavíkurvelli í kvöld þegar bikarmeistarar KR koma í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar kl. 19:15. Þrátt fyrir að liðin séu á sitt hvorum endanum á töflunni í deildinni getur allt gerst í bikarnum eins og dæmin sanna. Grindavík hefur leikið alla leiki sína á útivelli í keppninni í ár fram að þessu …

Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af  bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Grindavík leikur án Ólafs Arnar  Bjarnasonar fyrirliða sem er í leikbanni en teflir fram nýjum skoskum leikmanni, Ian Williamson. Keflavík er í 7. sæti með 15 stig en Grindavík í neðsta sæti 6 stig og því mikið í húfi fyrir …

Grindavík sækir Keflavík heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir granna sína í Keflavík í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörku leik, Keflavík er með 15 stig en Grindavík á botninum með 6. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenn á völlinn. Keflavík burstaði fyrri leik liðanna í sumar 4-0 í Grindavík.

Margrét kvaddi með sigurmarki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur skelltu BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli á Ísafirði um helgina 1-0 í 1. deild kvenna. Margrét Albertsdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur á 78. mínútu en þetta var síðasti leikur hennar í liðinu en hún farin út að nýju til Bandaríkjanna þar sem hún er í námi. Grindavík hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun. Þær eru komnar upp …

Grátleg tap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir grönnum sínum í Keflavík 2-1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavíkingar skoruðu sigurmarkið í blálokin og Grindavík enn í neðsta sæti með 6 stig. Þar fyrir ofan kemur Selfoss með 8 og svo Fram með 12 en Grindavík tekur á móti Fram í næstu umferð.   Óskar Pétursson hélt Grindavík á floti í fyrri hálfleik …