Margrét kvaddi með sigurmarki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur skelltu BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli á Ísafirði um helgina 1-0 í 1. deild kvenna. Margrét Albertsdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur á 78. mínútu en þetta var síðasti leikur hennar í liðinu en hún farin út að nýju til Bandaríkjanna þar sem hún er í námi.

Grindavík hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun. Þær eru komnar upp í 4. sæti með 13 stig.

Myndband frá leiknum má sjá hér.