UNDANÚRSLIT BIKARINS Í KVÖLD

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í kvöld mætast Grindavík og KR á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ. Hér er gullið tækifæri fyrir Grindavík til þess að komast í bikarúrslitin í annað sinn í sögu félagsins en Grindavík tapaði fyrir KR í bikarúrslitaleiknum 1994, 2-0.

Þá var Guðjón Þórðarson einmitt þjálfari KR en Luka Kostic stýrði Grindavík. Þrátt fyrir að Grindavík sé í botnbaráttu úrvalsdeildar og KR í toppbaráttunni getur allt gerst í bikarnum eins og dæmin sanna. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs.