Stóðu sig vel á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Alls tóku 13 keppendur frá UMFG þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um helgina. Grindvísku unglingarnir unnu til nokkurra verðlauna en þau kepptu í sundi, motocrossi,
knattspyrnu, körfuknattleik og frjálsum íþróttum.

Að sögn Bjarna Más Svavarssonar formanns UMFG voru grindvísku unglingarnir UMFG og sínu byggðarlagi til mikils sóma en hann hafði reyndar vonast eftir fleiri þátttakendum. Fánaberi UMFG var Svava Lind Kristjánsdóttir.

Bjarni var ekki með tæmandi lista yfir verðlaunahafa en gat þess að Alexander Már Bjarnason hefði unnið tvenn gull og 6 brons í sundi og Gyða Dögg Heiðarsdóttir vann gull í 85cc flokki kvenna í motocrossi.

 

Efri mynd: Gyða Dögg (fyrir miðju) á verðlaunapalli.

Alexander Már (lengst til hægri) á verðlaunapalli.