ÚTKALL – ALLIR Á VÖLLINN!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stærsti leikur sumarsins hjá Grindavík í fótboltanum er á Grindavíkurvelli í kvöld þegar bikarmeistarar KR koma í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar kl. 19:15. Þrátt fyrir að liðin séu á sitt hvorum endanum á töflunni í deildinni getur allt gerst í bikarnum eins og dæmin sanna.

Grindavík hefur leikið alla leiki sína á útivelli í keppninni í ár fram að þessu og gengið vel og þetta því fyrsti heimaleikurinn. KR gefur út leikskrá á vefnum fyrir alla leiki. Leiskrána fyrir bikarleikinn má sjá hér en þar er að finna skemmtilegar staðreyndir um viðureignir þessara liða.