Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af  bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Grindavík leikur án Ólafs Arnar  Bjarnasonar fyrirliða sem er í leikbanni en teflir fram nýjum skoskum leikmanni, Ian Williamson.

Keflavík er í 7. sæti með 15 stig en Grindavík í neðsta sæti 6 stig og því mikið í húfi fyrir okkar menn að krækja í þrjú stig.

Keflavík vann fyrri leik liðanna í deildinni á Grindavíkurvelli 4-0 en Grindavík náði fram hefndum í bikarleik liðanna skömmu síðar og vann 1-0.