Sex stiga leikur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tvö neðstu liðin í Pepsideild karla, Grindavík og Selfoss, mætast á Grindavíkurvelli kl. 18:00 í dag. Athygli er vakin á leiktímanum. Þetta er einn af þessum svokölluðu sex stiga leikjum og klárlega mikilvægasti leikur sumarsins hjá strákunum okkar sem verða án þriggja lykilmanna í dag. Marko Valdimar Stefánsson og Pape Mamadou Faye taka út eins leiks bann vegna fjögurra gulra …

Nánast úrslitaleikur fyrir okkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Stigin skipta gríðarlegu máli núna og leikurinn í kvöld er leikur sem við verðum að vinna. Þetta er nánast úrslitaleikur fyrir okkur,” sagði Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Selfyssingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Þessi lið eru í fallsæti í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í kvöld en þau gerðu 3-3 jafntefli fyrr í sumar. ,,Í fyrri …

Þórkatla í stuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lögðu Álftanes að velli í B-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi 2-1. Þórkatla Sif Albertsdóttir fyrirliði var í miklu stuði og skoraði bæði mörk Grindavíkurliðsins en hún er markahæsti leikmaður liðsins í sumar með 6 mörk. Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í síðustu fimm leikjum. Fyrra mark Þórkötlu kom á 39. mínútu úr vítaspyrnu en þá jafnaði Grindavík leikinn. …

Texaskvöld á Bryggjunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kántrýtríóið Texas mun leika kántrýtónlist á Bryggjunni þann 24. ágúst n.k. Tríóið er skipað þeim Agnari Má Magnússyni píanoleikara, Axel Ómarssyni söngvara og gítarleikara, og Ómari Axelssyni bassaleika. Agnar már Magnússon er er einn þekktasti píanóleikari landsins um þessar mundir og er aðallega þekktur fyrir djass, tónlistarstjórn stórtónleika og fyrir leikhús. Agnar var meðal annars útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar 2010 og …

GG í 3. sæti 3. deildar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sveit Golfklúbbs Grindavíkur varð í 3. sæti í 3. deild karla í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um síðastliðna helgi í Öndverðarnesi. GG lagði sveit Golfklúbbs Norðfjarðar í leik um þriðja sætið og fékk því bronsið, annað árið í röð.  GG var nálægt því að komast upp í aðra deild en tapaði fyrir heimamönnum í Golfklúbbi Öndverðarness í undanúrslitum. Tvær …

Þrír sterkir í leikbanni gegn Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar verða án þeirra Alexanders Magnússonar, Markos Valdimars Stefánssonar og Pape Mamadou Faye í fallbaráttuslag gegn Selfyssingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á mánudaginn á Grindavíkurvelli. Allir voru þeir úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær, Marko og Pape vegna fjögurra gulra spjalda en Alexander hefur nælt sér í sjö áminningar á þessu keppnistímabili. …

Þrjú dýrmæt stig í hús

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði sér lítið fyrir og sigraði Stjörnuna í Garðabæ 4-3 í Pepsideild karla í knattspyrnu. Þar sem Fram tapaði á sama tíma fyrir Selfossi er allt opið í spennandi fallbaráttu þessara þriggja liða. Undirfarin þrjú ár hefur haustið verið tími Grindavíkurliðsins en okkar menn hafa þá bjargað sér frá falli með góðum lokaspretti. Svo virðist sem sagan sé hugsanlega …

Pape bestur í 15. umferð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Ég er mjög sáttur við að vera valinn leikmaður umferðarinnar, þetta er í fyrsta skipti í efstu deild og ég er gríðarlega sáttur með þetta,” sagði Pape Mamadou Faye við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 15. umferðar í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar unnu Stjörnuna 4-3 í gær þar sem Pape skoraði og fór á kostum í sóknarleik Grindvíkinga. Pape …

Íris Eir með þrennu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íris Eir Ægisdóttir skoraði þrennu fyrir Grindavík þegar þær gulklæddu sigruðu Tindastól 5-2 í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Eftir erfiða byrjun hafa Grindavíkurstelpur heldur betur rétt úr kútnum en reyndar á liðið ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Grindavík teflir fram mikið breyttu liði frá því í fyrra þegar það féll úr Pepsideildinni. Íris Eir fór m.a. í Keflavík …

Helgi Jónas hættir sem aðstoðar landsliðsþjálfari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur látið af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfubolta vegna breytinga í vinnu. Hann mun hins vegar vera liðinu áfram innan handar með styrktarþjálfun. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Helgi Jónas hætti sem kunnugt er sem þjálfari Grindavíkur eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum í vor.