Þrír sterkir í leikbanni gegn Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar verða án þeirra Alexanders Magnússonar, Markos Valdimars Stefánssonar og Pape Mamadou Faye í fallbaráttuslag gegn Selfyssingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á mánudaginn á Grindavíkurvelli.

Allir voru þeir úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær, Marko og Pape vegna fjögurra gulra spjalda en Alexander hefur nælt sér í sjö áminningar á þessu keppnistímabili.

Selfyssingar verða án fyrirliðans Stefáns Ragnars Guðlaugssonar, sem var einnig úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.