Texaskvöld á Bryggjunni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Kántrýtríóið Texas mun leika kántrýtónlist á Bryggjunni þann 24. ágúst n.k. Tríóið er skipað þeim Agnari Má Magnússyni píanoleikara, Axel Ómarssyni söngvara og gítarleikara, og Ómari Axelssyni bassaleika.

Agnar már Magnússon er er einn þekktasti píanóleikari landsins um þessar mundir og er aðallega þekktur fyrir djass, tónlistarstjórn stórtónleika og fyrir leikhús. Agnar var meðal annars útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar 2010 og hefur komið fram með flestum þekktustu tónlistarmönnum landins um árabil. Agnar leggur hér fyrir sig enn eitt tónlistarformið. Ómar Axelsson er jassáhugamönnum á Íslandi að góðu kunnur, Ómar hefur lekið á jasshátíðum og tónlistarviðburðum um árabil. Axel Ómarsson dvaldi í Texas um árabil þar sem hann kynntist Country tónlist.

Lagavalið er bæði gamalt og nýtt, og má þar nefna lög þekkt af flutningi þekktra country tónlistarmanna eins og Johnny Cash, Willy Nelson, George Strait, Kenny Rogers, Brad Paisley, Vince Gill, Randy Travis, Garth Brooks, Blake Shelton, Brooks & Dunn, Garth Hedlund, Jeff Bridges og Lynrd Skynrd.