GG í 3. sæti 3. deildar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Sveit Golfklúbbs Grindavíkur varð í 3. sæti í 3. deild karla í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um síðastliðna helgi í Öndverðarnesi. GG lagði sveit Golfklúbbs Norðfjarðar í leik um þriðja sætið og fékk því bronsið, annað árið í röð.

 GG var nálægt því að komast upp í aðra deild en tapaði fyrir heimamönnum í Golfklúbbi Öndverðarness í undanúrslitum. Tvær efstu sveitirnar fóru upp í aðra deild. Golfklúbbur Hellu fór með sigur í 3. deild eftir sigur í úrslitaleika gegn GÖ.

„Árangurinn er í mótinu í ár er fínn en við ætluðum okkur auðvitað upp. Breiddin í liðinu er alltaf að aukast og það eru fleiri betri kylfingar að koma upp hjá klúbbnum. Stefnan er sett upp að ári,” segir Davíð Arthur Friðriksson, spilandi liðsstjóri GG.

Þeir Bergvin Ólafarson, Davíð Arthur Friðriksson, Hávarður Gunnarsson, Ingvar Guðjónsson, Jón Júlíus Karlsson og Kristinn Sörensen skipuðu sveit GG í ár. Þeir vilja koma fram þökkum til allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem studdu sveitina í ár.