Grindavík mætir KR kl. 17:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í dag kl. 17:00 (fimm). Athygli er vakin á óvenjulegum leiktíma. Grindavík er þegar fallið úr deildinni en KR er í 3. sæti en hefur fatast flugið í síðustu leikjum. Grindvíkingar spila því fyrst og fremst upp á stoltið í dag.

Lokahóf 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokfahóf 3. og 4. flokks drengja og stúlkna í knattspyrnu verður í dag, miðvikudag, í samkomusal grunnskólans við Ásabraut kl. 17:00. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta með börnunum og eiga góða stund saman. Veitt verða verðlaun og tilkynnt um þjálfara allra flokka.

Glæsilegt kvennamót á Húsatóftavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Blue Lagoon Open, eitt glæsilegasta kvennamót ársins í golfi, verður haldið á Húsatóftavelli í Grindvík laugardaginn 22. september. Bláa Lónið er styrktaraðili allrar golfklúbbana á Suðurnesjum og leggur til glæsilega vinninga til mótsins. Á meðal vinninga eru Blue Lagoon snyrtivörur , dekur og matur. Nú þegar eru hátt í 70 konur skráðar í mótið. Halldór Einir Smárason, varaformaður Golfklúbbs Grindavíkur, sagði …

Óli Stefán hafði betur gegn Alfreð en báðir fóru upp

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Skemmtilegur Grindavíkurslagur var á Grindavíkurvelli á laugardaginn. Þá mættust Sindri frá Hornafirði og Ægir frá Ölfusi í úrslitaleik 3. deildar en þjálfarar liðanna eru báðir Grindvíkingar. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild. Svo fór að Óli Stefán Flóventsson og félagar í Sindra höfðu betur 4-1 gegn Alfreð Elías Jóhannssyni og lærisveinum hans í Ægi. Þess má …

Grindavík féll í Eyjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík féll úr úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir tap gegn ÍBV í Eyjum 2-1 þótt enn séu þrjár umferðir eftir. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark Grindavíkur. Þetta er í annað sinn sem Grindavík fellur, það gerðist síðast 2007 en liðið vann sig strax upp aftur árið eftir. Liðið hefur aðeins unnið 2 leiki í sumar. Staðan er þessi: 1. FH …

Körfuboltaskóli meistaraflokks karla um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Dagana 14. 15. og 16. sept. munu strákarnir í meistarflokki halda körfuboltaskóla fyrir krakka á grunnskólaaldri. Í skólanum verður farið í helstu undirstöðuatriði körfuboltans undir leiðsögn þjálfara og leikmanna meistaraflokks karla. Það kostar 4000 kr. á barn. Systkinaafsláttur verður í boði, 2000 kr. fyrir annað systkinið og frítt fyrir þriðja. Skólanum verður skipt í tvennt. 1.-5. bekkur verður saman og …

Æfingar hafnar hjá fimleikadeildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Æfingar eru hafnar hjá fimleikadeild UMFG. Æfingatöfluna má nálgast hér. Fimleikadeild UMFG stendur fyrir fimleikum fyrir börn á aldrinum 5 – 16 ára. Börnum á leikskólaaldri (2007) er boðið upp á nám sem foreldrar greiða fyrir. Fimleikaiðkunin fer fram í íþróttahúsinu. Um er að ræða almenna fimleika með áherslu á trompfimleika. Deildin á hins vegar takmarkað af  áhöldum og takmarkast kennsla að …

Landsleikur á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ísland og Eistland mætast í vináttuleik hjá U-19 landsliðum karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í dag sunnudag klukkan 16:00. Liðin mættust einnig á föstudag þar sem Ísland bar sigur af hólmi 4-0 og skoraði Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson, sem nú leikur með Ipswich Town í Englandi, eitt marka Íslands á 51. mínútu leiksins. Ókeypis aðgangur er á völlinn.  Mynd: Lið U19 sem …

Leikjaniðurröðun í Reykjanesmótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Leikjaniðurröðunin fyrir Reykjanesmótið í körfubolta hefur verið gefin út. Mót hefst á mánudaginn með leik meistara Grindavíkur og Breiðabliks.  Fimmtudaginn 13. september verða þrír leikir þegar Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn, Njarðvík fær Breiðablik suður með sjó og Grindvíkingar heimsækja Hauka.   Hvetjum alla til að kíkja á leikina þar sem liðin munu koma til með að slípast saman hægt …

Leikjaniðurröðun í Reykjanesmótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Leikjaniðurröðunin fyrir Reykjanesmótið í körfubolta hefur verið gefin út. Mót hefst á mánudaginn með leik meistara Grindavíkur og Breiðabliks.  Fimmtudaginn 13. september verða þrír leikir þegar Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn, Njarðvík fær Breiðablik suður með sjó og Grindvíkingar heimsækja Hauka.   Hvetjum alla til að kíkja á leikina þar sem liðin munu koma til með að slípast saman hægt …