Landsleikur á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ísland og Eistland mætast í vináttuleik hjá U-19 landsliðum karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í dag sunnudag klukkan 16:00. Liðin mættust einnig á föstudag þar sem Ísland bar sigur af hólmi 4-0 og skoraði Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson, sem nú leikur með Ipswich Town í Englandi, eitt marka Íslands á 51. mínútu leiksins.

Ókeypis aðgangur er á völlinn. 

Mynd: Lið U19 sem vann Eistland á föstudag. Gunnar er nr. 6.