Óli Stefán hafði betur gegn Alfreð en báðir fóru upp

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Skemmtilegur Grindavíkurslagur var á Grindavíkurvelli á laugardaginn. Þá mættust Sindri frá Hornafirði og Ægir frá Ölfusi í úrslitaleik 3. deildar en þjálfarar liðanna eru báðir Grindvíkingar. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild.

Svo fór að Óli Stefán Flóventsson og félagar í Sindra höfðu betur 4-1 gegn Alfreð Elías Jóhannssyni og lærisveinum hans í Ægi. Þess má geta að Sinisa Valdimar Kekic fyrrverandi leikmaður Grindavíkur sem orðinn er 42ja ára skoraði síðasta mark Sindra í leiknum.

Mynd: Óli Stefán tolleraður í leikslok á Grindavíkurvelli.