Grindavík féll í Eyjum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík féll úr úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir tap gegn ÍBV í Eyjum 2-1 þótt enn séu þrjár umferðir eftir. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark Grindavíkur.

Þetta er í annað sinn sem Grindavík fellur, það gerðist síðast 2007 en liðið vann sig strax upp aftur árið eftir. Liðið hefur aðeins unnið 2 leiki í sumar.

Staðan er þessi:

1. FH 19 13 3 3 45:19 42
2. ÍBV 19 9 4 6 30:17 31
3. KR 19 9 4 6 32:27 31
4. Stjarnan 19 7 9 3 39:33 30
5. Breiðablik 19 8 5 6 26:24 29
6. ÍA 19 8 5 6 28:32 29
7. Keflavík 19 8 3 8 32:30 27
8. Fylkir 19 7 5 7 24:34 26
9. Valur 19 8 1 10 29:28 25
10. Fram 19 6 2 11 27:34 20
————————————
11. Selfoss 19 5 3 11 25:36 18
12. Grindavík 19 2 4 13 26:49 10