Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, gæti verið á förum frá félaginu. Grindavík féll úr Pepsi-deildinni á dögunum en Óskar íhugar að spila áfram á meðal þeirra bestu. ,,Það heillar óneitanlega að spila áfram í efstu deild og ef ég fæ tækifæri til þess mun ég skoða það mjög vandlega,” sagði Óskar við Fótbolta.net í dag. ,,Í Grindavík eru frábært fólk sem sér …
Grindavík byrjar vel í Lengjubikarnum
Lengubikarinn í körfubolta karla hófst um helgina. Karlalið Grindavíkur var eldsprækt gegn Haukum í gær eftir vel heppnað herrakvöld á laugardagskvöldið. Íslandsmeistarar Grindavíkur skelltu B-deildarliði Hauka, sem er undir stjórn Grindvíkingsins Péturs Guðmundssonar, með 22ja stiga mun, 92-70. Haukar-Grindavík 70-92 (17-29, 19-20, 23-28, 11-15) Grindavík: Samuel Zeglinski 19/7 fráköst, Aaron Broussard 18/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Jóhann Árni Ólafsson 12, …
Criner send heim
Bandaríski leikmaðurinn Dellena Criner hefur verið send heim frá Grindavík eftir þrjár umferðir í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Criner þótti ekki standa undir væntingum og þótti ekki henta nægilega vel fyrir leikmannahóp Grindavíkur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is. Grindvíkingar eru nýliðar í deildinni en tefla fram öflugum konum sem aldar eru upp hjá félaginu. Með góðum erlendum …
Sannfærandi sigur á Snæfelli
Grindavík skellti Snæfelli með 110 stigum gegn 102 í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefur þar með unnið báða leiki sína. Samuel Zeglinski fór hamförum hjá Grindavík og skoraði 35 stig og Aaron Broussard kom næstur með 28. Grindavík náði stax yfirhöndinni og hafði 6 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og 9stiga forskot í hálfleik, 56-47. Þriðja leikhlutann var Grindavík …
Fimm stiga tap gegn meisturunum
Grindavík er enn á stiga í úrvalsdeild kvenna eftir 5 stiga tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur, 65-70, í Röstinni. Miklar sveiflur voru í fyrri hálfleik en Njarðvík hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 31-29. Grindavík náði svo forskoti í þriðja leikhluta en lokamínútur leiksins voru æsispennandi en það var Njarðvík sem hafði betur að lokum. Grindavík réði ekkert við …
Grindavík tekur á móti Snæfelli
Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfubolta spila sinn fyrsta heimaleik í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn í Röstina. Leikurinn hefst kl. 19:15. Bæði lið unnu leiki sína örugglega í 1. umferð, Grindavík lagði Keflavík og Snæfell vann ÍR.
Stelpurnar mæta Íslandsmeisturunum
Kvennalið Grindavíkur tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík er enn án stiga í deildinni eftir tvo leiki sem báðir voru spilaðir á útivelli. Árskort körfuknattleiksdeildarinnar verða til sölu á leiknum og svo hjá Gauta niður í Olísumboði þess á milli. Verð á árskortum er 10.000 og gilda þau á …
Íslandsmeistararnir skelltu bikarmeisturunum
Íslandsmeistarar Grindavíkur skelltu bikarmeisturum Keflavíkur í 1. umferð úrvalsdeildar karla með 15 stiga mun, 95 stigum gegn 80. Íslandsmeistararnir voru mun betri og grimmari og sigurinn var aldrei í hættu. Keflvíkingum var spáð sæti um miðja deild í spá fyrir mótið og því má segja að tap á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur hafi kannski ekki komið á óvart. Grindavík náði …
Stórtap í nágrannaslag
Nýliðar Grindavíkur fengu skell í úrvalsdeild kvenna gegn grönnum sínum í Keflavík þegar liðin mættust á laugardaginn í úrvalsdeild kvenna. Keflavík skellti Grindavík með 40 stiga mun, 87 stigum gegn 47.Grindavík hafði forystuna eftir fyrsta leikhluta 26-23 en eftir það hrundi leikur liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik. Grindavík skoraði aðeins 7 stig í þriðja leikhluta og fjögur stig í þeim …
Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina í Keflavík
Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að sækja bikarmeistara Keflavíkur heim og hefst leikurinn kl. 19:15. Búast má við hörku leik en þessi tvö lið mættust í Grindavík í síðustu viku í árlegum leik Meistaranna meistaranna þar sem Grindavík hafði betur. Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara var Grindavík spáð 3. sætinu í …