Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að sækja bikarmeistara Keflavíkur heim og hefst leikurinn kl. 19:15. Búast má við hörku leik en þessi tvö lið mættust í Grindavík í síðustu viku í árlegum leik Meistaranna meistaranna þar sem Grindavík hafði betur.

Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara var Grindavík spáð 3. sætinu í deildinni en Keflavík því sjötta.