Criner send heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bandaríski leikmaðurinn Dellena Criner hefur verið send heim frá Grindavík eftir þrjár umferðir í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Criner þótti ekki standa undir væntingum og þótti ekki henta nægilega vel fyrir leikmannahóp Grindavíkur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is.

Grindvíkingar eru nýliðar í deildinni en tefla fram öflugum konum sem aldar eru upp hjá félaginu. Með góðum erlendum leikmanni ætti liðið að geta staðist flestum liðunum snúning þegar á líður veturinn.

Leit stendur yfir að nýjum erlendum leikmanni samkvæmt fréttinni á Karfan.is.