Grindavík tekur á móti Snæfelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfubolta spila sinn fyrsta heimaleik í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn í Röstina. Leikurinn hefst kl. 19:15. Bæði lið unnu leiki sína örugglega í 1. umferð, Grindavík lagði Keflavík og Snæfell vann ÍR.