Óskar gæti yfirgefið Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, gæti verið á förum frá félaginu. Grindavík féll úr Pepsi-deildinni á dögunum en Óskar íhugar að spila áfram á meðal þeirra bestu. ,,Það heillar óneitanlega að spila áfram í efstu deild og ef ég fæ tækifæri til þess mun ég skoða það mjög vandlega,” sagði Óskar við Fótbolta.net í dag.

,,Í Grindavík eru frábært fólk sem sér um deildina og mér hefur alltaf liðið mjög vel í Grindavík. En í ljósi aðstæðna verð ég að huga að framtíð minni í fótboltanum og hvort hún verði í Grindavík eða annarstaðar er óákveðið. Ég skoða allt sem kemur á borðið.”

Óskar er 23 ára gamall en hann hefur verið aðalmarkvörður Grindvíkinga undanfarin ár.

Óskar var einnig á mála hjá Ipswich á unglingsárum sínum en hann hefur leikið með bæði U21 og U19 ára landsliði Íslands.