Stelpurnar mæta Íslandsmeisturunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík er enn án stiga í deildinni eftir tvo leiki sem báðir voru spilaðir á útivelli. 

Árskort körfuknattleiksdeildarinnar verða til sölu á leiknum og svo hjá Gauta niður í Olísumboði þess á milli. Verð á árskortum er 10.000 og gilda þau á alla heimaleiki karla og kvenna í Dominos deildinni. En að venju gilda þau ekki á bikarleikjum og í úrslitakeppninni.