Grindavík byrjar vel í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lengubikarinn í körfubolta karla hófst um helgina. Karlalið Grindavíkur var eldsprækt gegn Haukum í gær eftir vel heppnað herrakvöld á laugardagskvöldið. Íslandsmeistarar Grindavíkur skelltu B-deildarliði Hauka, sem er undir stjórn Grindvíkingsins Péturs Guðmundssonar, með 22ja stiga mun, 92-70.

Haukar-Grindavík 70-92 (17-29, 19-20, 23-28, 11-15)

Grindavík: Samuel Zeglinski 19/7 fráköst, Aaron Broussard 18/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Jóhann Árni Ólafsson 12, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 6, Egill Birgisson 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2/4 fráköst, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.

Hér má sjá myndasafn frá leiknum á karfan.is