Firmakeppninni aflýst

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Firmakeppni Eimskips og Knattspyrnudeildar UMFG hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum.Firmakeppnin hefur verið fastur liður um hver áramót í Grindavík óslitið frá árinu 1986 eða í 26 ár. Þessi keppni hefur haft mikið skemmtanagildi og ávalt verið vel sótt af áhorfendum sem hafa verið á bilinu milli 700 til 1000 manns.

Daníel Guðni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Njarðvíkingurinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur skrifað undir samning við körfuknattleikslið Grindavíkur til eins og hálfs árs. Samningurinn rennur út í lok tímabilsins 2013-2014. Daníel fór út til Lund í Svíþjóð til þess að stunda mastersnám í íþróttafræðum. Skólagangan þar er þó ekki á enda en hann á eftir að skrifa lokaritgerð. Ætlar hann að skrifa hana hérna heima.    Daníel spilaði …

Grindavík í 8 liða úrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lenti í talsverðum vandræðum gegn Fjölni í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. En Grindavík tókst að leggja Fjölni að velli með þriggja stiga mun, 101 stigi gegn 98 og er því komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Fjölnismenn unnu upp ellefu stiga forskot í fjórða leikhlutanum og voru komnir einu stigi …

Grindavík rótburstaði Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur unnu fimmta leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar þeir skelltu Fjölni í Grafarholti með 122 stigum gegn 85. Grindavík bauð upp á flugeldasýningu strax í upphafi því eftir fyrsta leikhluta var staðan 43-19, Grindavík í vil! Skiljanlega var leikurinn aðeins formsatriði eftir það, staðan í hálfleik var 71-38, Grindavík í vil og þá var …

Níu stiga tap gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Haukum í úrvalsdeild kvenna þegar liðin mættust á Ásvöllum í gærkvöldi. Úrslitin 73-64 Haukum í vil en góður lokasprettur Grindvíkinga dugði skammt. Fyrsti leikhluti var ekki upp á marga fiska en staðan var 11-7, Haukum í vil. Haukar höfðu 8 stiga forskot í hálfleik en Crystal Smith spilandi þjálfari Grindavíkur hafði þá skoraði 18 af 23 stigum …

Grindavíkurmót fyrir 4., 5., 6., og 7. flokk kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurmótið verður haldið í Hópinu í Grindavík helgina 12. og 13. janúar 2013. 5. og 7. flokkur spila laugardaginn 12. janúar og 4. og 6. flokkur sunnudaginn 13. janúar. Leikið er í 5 liða riðlum þannig að hvert lið spili 4 leiki. Í 6. og 7. flokki er hver leikur 1×10 mín og spilað á 2 völlum samtímis með 7 leikmönnum …

Ægir í fullt starf hjá knattspyrnudeildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ægir Viktorsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem starfsmaður knattspyrnudeilda UMFG. Hann hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokkanna undanfarin ár en verður jafnframt þjálfari 2. flokks og starfsmaður deildarinnar frá 1. janúar. Ægir hefur fengið ársleyfi hjá grunnskólanum frá og með áramótum. Myndin er frá lokahófi yngri flokkanna 2010, Ægir lengst til vinstri.

Körfuboltaliðin á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur í körfubolta voru á sigurbraut um helgina. Karlaliðið vann KFÍ auðveldlega með 110 stigum gegn 82 og kvennalið Grindavíkur sigraði Fjölni örugglega með 81 stigi gegn 63. Íslandsmeistarar Grindavíkur tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta í Röstinni gegn KFÍ. Liðið leiddi að honum loknum með níu stigum en munurinn var sextán sig í hálfleik, 57-41. …

Skráning hafin í firmakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar UMFG og Eimskips verður haldin föstudaginn 28. desember nk. og hefst kl. 16:00. Skráning er hafin í síma 863 2040 og á umfg@centrum.is. Skráningagjald á lið er 25.000 kr.

Helgi Bogason stýrir kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Bogason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu en liðið leikur í B-deildinni næsta sumar. Þá hafa þrír gríðarlega sterkir leikmenn snúið aftur heim úr öðrum liðum, þær Bentína Frímannsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir. Þær skrifuðu allar undir tveggja ára samninga lílkt og þær Þórkatla Sif Albertsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal. Helgi er öllum hnútum kunnugur hjá …