Grindavík í 8 liða úrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lenti í talsverðum vandræðum gegn Fjölni í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. En Grindavík tókst að leggja Fjölni að velli með þriggja stiga mun, 101 stigi gegn 98 og er því komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Fjölnismenn unnu upp ellefu stiga forskot í fjórða leikhlutanum og voru komnir einu stigi yfir þegar 56 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér nauman sigur.

Grindavík-Fjölnir 101-98 (20-21, 34-28, 27-21, 20-28)

Grindavík: Aaron Broussard 36/8 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14/7 fráköst, Samuel Zeglinski 13/4 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Ómar Örn Sævarsson 11/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Hinrik Guðbjartsson 0, Davíð Ingi Bustion 0/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 0, Ármann Vilbergsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.