Níu stiga tap gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Haukum í úrvalsdeild kvenna þegar liðin mættust á Ásvöllum í gærkvöldi. Úrslitin 73-64 Haukum í vil en góður lokasprettur Grindvíkinga dugði skammt.

Fyrsti leikhluti var ekki upp á marga fiska en staðan var 11-7, Haukum í vil. Haukar höfðu 8 stiga forskot í hálfleik en Crystal Smith spilandi þjálfari Grindavíkur hafði þá skoraði 18 af 23 stigum liðsins!

Haukar höfðu 12 stiga forskot eftir þriðja leikhluta og tókst að halda forskotinu út leikinn.

Grindavík: Crystal Smith 32/4 fráköst/5 stolnir, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Mary Jean Lerry F. Sicat 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.

Staðan:
1. Keflavík 14 14 0 1114:907 28 
2. Snæfell 14 11 3 1063:896 22 
3. KR 14 9 5 952:924 18 
4. Haukar 14 6 8 948:993 12 
5. Valur 13 6 7 874:880 12 
6. Grindavík 14 4 10 955:1035 8 
7. Njarðvík 13 3 10 859:970 6 
8. Fjölnir 14 2 12 951:1111 4