Ægir í fullt starf hjá knattspyrnudeildinni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ægir Viktorsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem starfsmaður knattspyrnudeilda UMFG. Hann hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokkanna undanfarin ár en verður jafnframt þjálfari 2. flokks og starfsmaður deildarinnar frá 1. janúar.

Ægir hefur fengið ársleyfi hjá grunnskólanum frá og með áramótum.

Myndin er frá lokahófi yngri flokkanna 2010, Ægir lengst til vinstri.