Helgi Bogason stýrir kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Bogason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu en liðið leikur í B-deildinni næsta sumar. Þá hafa þrír gríðarlega sterkir leikmenn snúið aftur heim úr öðrum liðum, þær Bentína Frímannsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir.

Þær skrifuðu allar undir tveggja ára samninga lílkt og þær Þórkatla Sif Albertsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal. 
Helgi er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann var síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 2011.

Mynd/Víkurfréttir
Efri röð: Bentína Frímannsdóttir, Þórkatla Sif Albertsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Ágústa Jóna Heiðdal.
Neðri röð: Jónas Þórhallsson formaður, Helgi Bogason og Guðmundur Pálsson og Petra Rós Ólafsdóttir í kvennaráði.