Firmakeppninni aflýst

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Firmakeppni Eimskips og Knattspyrnudeildar UMFG hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum.
Firmakeppnin hefur verið fastur liður um hver áramót í Grindavík óslitið frá árinu 1986 eða í 26 ár.

Þessi keppni hefur haft mikið skemmtanagildi og ávalt verið vel sótt af áhorfendum sem hafa verið á bilinu milli 700 til 1000 manns.