Guðjón krækti sér í silfur á Reykjavíkurleikunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Guðjón Sveinsson júdókappi varð í 2. sæti í sínum flokki á Reykjavíkurleikunum í júdó sem haldið var um helgina. Reykjavíkurleikarnir í júdó voru að þessu sinni sameinaðir Afmælismóti JSÍ og var Guðjón eini keppandinn frá júdódeild UMFG. Guðjón hreppti silfur í -66kg flokki 15 ára og eldri. Í flokknum voru 5 keppendur sem allir voru settir í einn riðil og kepptu …

Grindavík tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Karlalið Grindavíkur tekur þátt í B-deild æfingamóts Fótbolta.net. Grindavík mætti BÍ/Bolungarvík á laugardaginn en tapaði 2-3. BÍ/Bolungarvík komst í 3-0 en Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk Grindavíkur en hann brenndi reyndar af vítaspyrnu í stöðunni 3-0.

Stelpurnar unnu Víking

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka þátt í Faxaflóamótinu í knattspyrnu en sem kunnugt er hafa þær fengið góðan liðsstyrk síðustu vikur og Helgi Bogason tekið við liðinu. Þær léku sinn fyrsta leik um helgina og sigruðu Víking Ólafsvík 2-0 þrátt fyrir að hafa verið einum leikmanni færri í 75 mínútur. Guðrún Bentína Frímannsdóttir fékk að líta rauða spjaldið eftir stundarfjórðung. Þá var staðan …

Sjóli vann firmakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Firmakeppni knattspyrnudeildar og Eimskips var haldin í Hópinu síðasta laugardag. Átta lið skráðu sig til leiks. Var hart barist en sigurvegari varð lið Sjóla frá Sandgerði sem lagði Málaranna í úrslitaleik 4-2. Mynd: Lið Sjóla sem vann Firmakeppnina um helgina en myndin er tekin eftir innanhúsfirmamótið 2011 sem Sjóli vann líka.

Góður útisigur í Hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Snæfelli í Stykkishólmi í úrvalsdeild karla í körfubolta með 90  stigum gegn 84. Íslandsmeistararnir hrukku í gang í fjórða leikhluta sem þeir unnu 30-18. Grindavík vann fyrsta leikhlutann 24-15 og fjórða leikhlutann 30-18 en Snæfellingar voru hinsvegar mun betri í öðrum og þriðja leikhlutanum. Grindavík var með níu stiga forskot, 24-15, við lok …

Einn Grindvíkingur í úrvalsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrvalslið úrvalsdeildar karla fyrir fyrri hluta 2012-2013 (umferðir 1-11) var kynnt í húsakynnum KKÍ. Tveir leikmenn af Suðurnesjum voru í úrvalsliðinu að þessu sinni og er annar þeirra úr Grindavík; Samuel Zeglinski. Sá er af miklu körfubolta kyni kominn í Bandaríkjunum. Sammy Zeglinski hjá Grindavík hefur vakið athygli í upphafi móts. Hæfileikar hans eru ótvíræðir en hann segist eiga eftir …

Þjálfari óskast hjá fimleikadeildinni – Æfingataflan klár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfara fyrir yngstu iðkendur deildarinnar. Reynsla af fimleikum krafist. Umsóknafrestur er til 24. janúar 2013. Nánari upplýsingar veitir Valgerður í síma 690-2885 og á valgerdurj@gmail.com. Æfingar eru þegar hafnar. Æfingar eru á eftirfarandi tímum: Æfingtafla fimleikadeildar UMFG, vorönn 2013. 1.-4. bekkur.Miðvikudagar kl: 15:45 – 16:50.Fimmtudagar kl: 17:00 – 18:00. 5.-8. bekkur.Þriðjudagar kl: 17:00 – 18:00.Föstudagar kl: 14:45 – …

Langar þig á leik í enska boltanum?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Vinningarnir eru ekki af verri endanum: 1. Vinningur: Ferð fyrir 2 á leik í enska (flug, gisting og miði á leik) frá Úrval Útsýn.2. Vinningur: 2×25 þús. Gjafabréf frá Úrval Útsýn.3. Vinningur: Tvö …

Steinlágu gegn Íslandsmeisturunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna með 29 stiga mun þegar liðin mættust í ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta en þá gafst Grindavíkurliðið upp og skoraði 14 stig gegn 32 stigum Njarðvíkur. Heldur hefur hallað undan færi í síðustu leikjum hjá stelpunum. Með sigrinum komst Njarðvík upp að hlið Grindavíkur í …

Ray Anthony yfirgefur Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Keflavík sem leikur í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Ray sem er 33 ára gamall hefur spilað allan sinn feril í Grindavík en hann á að baki 182 leiki í efstu deild. Hann er einn reynslumesti leikmaður Grindvíkinga frá upphafi. Ray hefur leikið 29 leiki með landsliði Filippseyja og …