Steinlágu gegn Íslandsmeisturunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna með 29 stiga mun þegar liðin mættust í ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta en þá gafst Grindavíkurliðið upp og skoraði 14 stig gegn 32 stigum Njarðvíkur.

Heldur hefur hallað undan færi í síðustu leikjum hjá stelpunum. Með sigrinum komst Njarðvík upp að hlið Grindavíkur í næst neðsta sæti deildarinnar.

Njarðvík-Grindavík 99-70 (21-23, 23-20, 23-13, 32-14)

Grindavík: Crystal Smith 30/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 15/12 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 9, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 5, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1.

Staðan:
1. Keflavík 17 16 1 1333:1103 32
2. Snæfell 17 13 4 1271:1102 26
3. Valur 17 10 7 1196:1119 20
4. KR 17 9 8 1126:1141 18
5. Haukar 17 8 9 1172:1188 16
6. Grindavík 17 5 12 1149:1273 10
7. Njarðvík 17 5 12 1158:1306 10
8. Fjölnir 17 2 15 1163:1336 4