Guðjón krækti sér í silfur á Reykjavíkurleikunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Guðjón Sveinsson júdókappi varð í 2. sæti í sínum flokki á Reykjavíkurleikunum í júdó sem haldið var um helgina. Reykjavíkurleikarnir í júdó voru að þessu sinni sameinaðir Afmælismóti JSÍ og var Guðjón eini keppandinn frá júdódeild UMFG.

Guðjón hreppti silfur í -66kg flokki 15 ára og eldri. Í flokknum voru 5 keppendur sem allir voru settir í einn riðil og kepptu því allir við alla. Guðjón vann tvær glímur. Aðra á armlás en í hinni var mótherja hans dæmd glíman töpuð fyrir ólöglega sókn. Hann tapaði tveimur, annarri á kasti en hinni á fastataki.

Útkoman úr riðlinum var þó þannig að þrír keppendur voru jafnir í öðru til fjórða sæti. Þurftu þeir því að glíma aftur innbyrðis. Þannig fór að Guðjón „hengdi“ báða andstæðinga sína og náði þar með silfrinu.

Mynd: Guðjón er til vinstri, myndin er tekin á móti á síðasta ári.