Stelpurnar unnu Víking

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka þátt í Faxaflóamótinu í knattspyrnu en sem kunnugt er hafa þær fengið góðan liðsstyrk síðustu vikur og Helgi Bogason tekið við liðinu. Þær léku sinn fyrsta leik um helgina og sigruðu Víking Ólafsvík 2-0 þrátt fyrir að hafa verið einum leikmanni færri í 75 mínútur.

Guðrún Bentína Frímannsdóttir fékk að líta rauða spjaldið eftir stundarfjórðung. Þá var staðan þegar orðin 1-0 því Þórkatla Albertsdóttir kom Grindavík yfir. Hún bætti svo öðru marki við eftir 25 mínútna leik og þar við sat.