Langar þig á leik í enska boltanum?

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Vinningarnir eru ekki af verri endanum:

1. Vinningur: Ferð fyrir 2 á leik í enska (flug, gisting og miði á leik) frá Úrval Útsýn.
2. Vinningur: 2×25 þús. Gjafabréf frá Úrval Útsýn.
3. Vinningur: Tvö árskort á heimaleiki Grindavíkur næsta sumar og 18 þús. kr inneign í getraunum. 

Að auki áttu möguleika á að vinna milljónir, en um síðustu helgi unnu tveir heppnir tipparar yfir 100 milljónir hvor fyrir 13 rétta.

Engin takmörk er á því hvað menn geta verið margir í hóp, en lágmarksupphæð til að vera með er 5000 kr. á viku og hámarksupphæð er 12.168 kr.

Getraunaþjónustan er opin á laugardögum milli 11 og 14 og þar er boðið uppá kaffi og meðlæti frá Hérastubbi bakara, ekki vera feiminn og láttu sjá þig.

Með bestu kveðju

Getraunaþjónusta Knattspyrnudeildar”