Grindavíkurstelpur voru grátlega nálægt því að leggja Hauka að velli í úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðin mættust í tvíframlengdum leik á Ásvöllum. Haukar unnu að lokum með 10 stiga mun, 93-83. Crystal Smith jafnaði metin fyrir Grindavík í blálokin með þriggja stiga körfu, 66-66, og því varð að framlengja. Í fyrri framlengingunni skiptust liðin á að skora af vítalínunni en …
ÍR í heimsókn
Grindavík tekur á móti ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. ÍR-ingar skiptu um þjálfara á dögunum og unnu þá Skallagrím í fyrsta leik þannig að þeir mæta í góðum gír til Grindavíkur. Íslandsmeistararnir sitja í toppsætinu. Því er um að gera að fjölmenna í Röstina í kvöld og taka góða upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn um …
Forsala aðgöngumiða á bikarúrslitaleikinn
Það margborgar sig að kaupa miða í forsölu á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar næsta laugardag í Laugardalshöll því það er mun ódýrara. Forsala hefst í íþróttahúsinu í kvöld á leik Grindavíkur og ÍR kl. 19:15. Forsala heldur svo áfram næstu daga, eða til fimmtudags. Hún fer fram í Olís (posi á staðnum). Miðaverð í forsölu er 1.500 kr. Ókeypis er …
Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram
Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta með tólf stigum, 96-84. Þetta var sjötti sigur Grindvíkinga í röð í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar eru áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tveggja stiga forskot á Snæfell. Samuel Zeglinski átti stórleik í liði Grindavíkur en hann var með 30 stig og 7 stoðsendingar en þeir Aaron Broussard og Sigurður …
8 dagar í bikarúrslitaleikinn og risa þorrablótið
Nú eru aðeins átta dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar og svo risa þorrablótið í íþróttahúsinu. Upphitun er hafin og kominn tími til að heyra hljóðið í Þorleifi Ólafssyni fyrirliða Grindavíkurliðsins. Hann var fenginn til þess að rifja upp bikarúrslitaleikina sem hann hefur spilað. „Þetta verður í fjórða skipti sem ég mæti í Laugardalshöllina. Ég hef unnið einn úrslitaleik og …
Magnús með þrennu
Grindavík sigraði Njarðvík 4-2 í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi í leik um 5. sætið í B-deild Fótbolta.net mótsins. Njarðvík komst í 2-0 í leiknum en eftir það hrukku Grindvíkingar í gang og náðu að tryggja sér sigurinn. Magnús Björgvinsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og stimplaði sig inn með því að skora þrennu á stuttum kafla. Jóhann Helgason skoraði …
Mikilvægur sigur hjá stelpunum
Grindavíkurstelpur unnu sannfærandi og jafnframt mikilvægan sigur á Fjölni í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar í körfubolta, 90-64. Njarðvík tapaði á sama tíma þannig að Grindavík komst úr fallsæti í bili. Frábær sprettur í þriðja leikhluta gerði út um leikinn hjá Grindavík. Lykilleikmenn liðsins tóku þá hressilega við sér og þá var ekki að sökum að spyrja Grindavík-Fjölnir 90-64 (18-16, 26-17, 30-14, 16-17) …
Grindavík lá fyrir Val
Grindavíkurstelpur lágu fyrir Val með 15 stiga mun, 65-80, þegar liðin mættist í Röstinni á laugardaginn. Slakur fyrri hálfleikur var heimastúlkum að falli en Valur hafði 12 stiga forskot í hálfleik, 49-37. Grindavík er enn í mikilli fallhættu í deildinni. Crystal Smith þjálfari liðsins skoraði 22 stig, Petrúnella Skúladóttir 17, Jóhanna Rún Styrmisdóttir átti góða innkomu og skoraði 8 stig, …
GRINDAVÍK VANN TOPPSLAGINN!
„Þetta var hörkuleikur sem gat dottið báðu megin, sem betur fer kláruðum við þetta,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga við Vísi eftir að Íslandsmeistarnir skelltu Þórsurum í Röstinni í gærkvöldi 89-87 í spennandi og skemmtilegum leik. „Við náðum mikilvægum sóknarfráköstum og vinnum vel með þau í restina. Svo klárar Sammy þetta undir lokin með flottu gegnumbroti. Hann gerði það …
Harris þriggja stiga drottning
Stjörnuleikur kvenna fór fram í Keflavík í fyrrakvöld. Crystal Harris leikmaður og þjálfari Grindavíkur lét þar mikið að sér kveðja. Hún sigrað í þriggja stiga keppninni en eftir undankeppnina fóru 5 í úrslit þar sem Crystal sigraði að lokum og var krýnd þriggja stiga drottning. Leikur höfuðborgarsvæðisins gegn landsbyggðinni endaði í framlengingu eftir að landið hafði leitt leikinn lengst framan …