Grindavík lá fyrir Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lágu fyrir Val með 15 stiga mun, 65-80, þegar liðin mættist í Röstinni á laugardaginn. Slakur fyrri hálfleikur var heimastúlkum að falli en Valur hafði 12 stiga forskot í hálfleik, 49-37. Grindavík er enn í mikilli fallhættu í deildinni.

Crystal Smith þjálfari liðsins skoraði 22 stig, Petrúnella Skúladóttir 17, Jóhanna Rún Styrmisdóttir átti góða innkomu og skoraði 8 stig, Berglind Anna Magnúsdóttir skoraði 7, Eyrún Ösp Ottósdóttir 5, Ingibjörg Yrsta Ellertsdóttir 4 og Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2.

Staðan:
1. Keflavík 19 18 1 1507:1252 36 
2. Snæfell 19 14 5 1413:1248 28 
3. Valur 19 12 7 1342:1245 24 
4. KR 19 11 8 1284:1278 22 
5. Haukar 19 8 11 1299:1332 16 
6. Grindavík 19 5 14 1285:1429 10 
7. Njarðvík 19 5 14 1309:1489 10 
8. Fjölnir 19 3 16 1310:1476 6