Grátleg tap í tvíframlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur voru grátlega nálægt því að leggja Hauka að velli í úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðin mættust í tvíframlengdum leik á Ásvöllum. Haukar unnu að lokum með 10 stiga mun, 93-83.

Crystal Smith jafnaði metin fyrir Grindavík í blálokin með þriggja stiga körfu, 66-66, og því varð að framlengja. Í fyrri framlengingunni skiptust liðin á að skora af vítalínunni en í annarri framlengingunni höfðu Haukar betur.

Haukar-Grindavík 93-83 (25-19, 12-14, 13-15, 16-18, 12-12, 15-5)

Grindavík: Crystal Smith 38/8 fráköst/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 14/5 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 13/6 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5/5 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Alexandra Marý Hauksdóttir 0, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0.

Staðan:
1. Keflavík 21 19 2 1665:1418 38
2. Snæfell 21 15 6 1555:1381 30
3. Valur 21 13 8 1502:1392 26
4. KR 21 13 8 1429:1396 26
5. Haukar 21 9 12 1446:1488 18
6. Grindavík 21 6 15 1458:1586 12
7. Njarðvík 21 6 15 1439:1630 12
8. Fjölnir 21 3 18 1443:1646 6