Forsala aðgöngumiða á bikarúrslitaleikinn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það margborgar sig að kaupa miða í forsölu á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar næsta laugardag í Laugardalshöll því það er mun ódýrara. Forsala hefst í íþróttahúsinu í kvöld á leik Grindavíkur og ÍR kl. 19:15. Forsala heldur svo áfram næstu daga, eða til fimmtudags. Hún fer fram í Olís (posi á staðnum). 

Miðaverð í forsölu er 1.500 kr. Ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Athygli er vakin á því að miðaverð í hurðinni í Laugardalshöll á laugardaginn er 1.800 kr.