ÍR í heimsókn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tekur á móti ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. ÍR-ingar skiptu um þjálfara á dögunum og unnu þá Skallagrím í fyrsta leik þannig að þeir mæta í góðum gír til Grindavíkur. Íslandsmeistararnir sitja í toppsætinu.

Því er um að gera að fjölmenna í Röstina í kvöld og taka góða upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn um næstu helgi.