Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta með tólf stigum, 96-84. Þetta var sjötti sigur Grindvíkinga í röð í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar eru áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tveggja stiga forskot á Snæfell.  

Samuel Zeglinski átti stórleik í liði Grindavíkur en hann var með 30 stig og 7 stoðsendingar en þeir Aaron Broussard og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru með 17 stig, Þorleifur Ólafsson skoraði 16 stig og Jóhann Árni Ólafsson var með 15 stig.

Grindvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn, unnu fyrsta leikhlutann 22-21, voru fimm stigum yfir í hálfleik, 45-40, og með níu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 75-66.Njarðvík-Grindavík 84-96 (21-22, 19-23, 26-30, 18-21)

Grindavík: Samuel Zeglinski 30/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Aaron Broussard 17/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Ryan Pettinella 1.

Staðan:

1. Grindavík 14 12 2 1360:1208 24
2. Snæfell 15 11 4 1469:1319 22
3. Þór Þ. 14 10 4 1289:1168 20
4. Stjarnan 14 9 5 1317:1237 18
5. Keflavík 14 9 5 1277:1231 18
6. KR 15 8 7 1306:1301 16
7. Njarðvík 15 6 9 1306:1301 12
8. Skallagrímur 15 6 9 1237:1313 12
9. KFÍ 15 5 10 1318:1468 10
10. Fjölnir 14 4 10 1152:1282 8
11. ÍR 15 4 11 1260:1356 8
12. Tindastóll 14 3 11 1117:1224 6