Grindavík lá fyrir Stjörnunni 89-101 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í Röstinni í gærkvöldi. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og getur því tryggt sér titilinn þegar liðin mætast í Garðabæ á fimmtudaginn. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun. Sóknarleikur beggja liða var í öndvegi og Jóhann Árni Ólafsson setti niður þriggja stiga skot undir lok fyrri hálfleiks og staðan 48-45, Grindavík …
Þrenn verðlaun
Grindvíkingar hafa gert það gott að undanförnu á Íslandsmótum í júdó en þrír unnu til verðlauna, eitt gull og tvenn silfur. Íslandsmeistaramót fullorðinna í júdó fór fram á dögunum og keppti þar Sigurpáll Albertsson frá Grindavík og vann þar til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100 kg flokki og voru þar sex keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann …
Glæsileg frammistaða í fyrsta leilk
Grindavík vann glæsilegan sigur á Stjörnunni í fyrstu rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn með 108 stigum gegn 84. Þrjá sigurleiki þarf til þess að tryggja sér titilinn. Grindavíkurliðið fór á kostum í síðasta leikfjórðungnum og var gaman að sjá leikmenn sem hafa verið lítt áberandi í vetur stíga upp þegar lykilmenn lentu í villuvandræðum. Hart var barist í upphafi en Grindavík …
Jóhann Árni: Aðstæður voru fáránlega erfiðar
„Hlutirnir bara gengu upp. Við vorum að stoppa þá og skora hinum megin í fáránlega erfiðri aðstæðu. Sammy (Zeglinski) og Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) voru báðir komnir með fjórar villur og höfðu spilað þannig næstum því allan fjórða leikhluta,” sagði kampakátur Jóhann Árni Ólafsson við Vísi eftir sigurinn gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Leikurinn var afar kaflaskiptur þar sem bæði lið …
Myndbandið sem kveikti í stuðningsmönnum Grindavíkur
Egill Birgisson klippti saman skemmtilegt myndband sem var sýnt fyrir leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi. Myndbandið er virkilega skemmtilegt og kveikti heldur betur í stuðningsmönnum Grindavíkurliðsins sem létu vel í sér heyra. Myndbandið má sjá hér að neðan: Smellið á myndbandið hér.
Verður skák og mát
„Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,” segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi í dag. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar …
Hræðsla óþörf!
„Ég hef hugleitt þessa komandi baráttu mikið að undanförnu og geng hnarreistur til leiks! Kannski er beygur í einhverjum eftir síðustu tvo leiki á móti Stjörnunni en í mínum huga er hræðsla algerlega óþörf. Ekki misskilja mig, Stjarnan er vissulega með gott lið eins og áður hefur komið fram en að mínu mati eru þeir að fara mæta miklu betra …
GRINDAVÍK Í ÚRSLIT!
Grindavík lagði KR að velli 92-88 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta og vann þar með einvígið 3-1. Grindavík mætir annað hvort Stjörnunni eða Snæfelli í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík byrjaði af krafti en Aaron Broussard fór mikinn í sóknarleiknum. Þá var Samuel Zeglinski einnig drjúgur. Grindavík hafði 3ja stiga forskot eftir fyrsta leiihluta og 8 …
Forréttindi að taka þátt í svona leik
„Það er virkilega ljúft að vera kominn í úrslit og bara ljúft að spila svona leik. Þetta var flottur körfubolti í alla staði fyrir framan fullt af áhorfendum. Það voru forréttindi að taka þátt í þessu,” sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Vísi eftir leikinn. Hann átti virkilega flottan leik og steig ósjaldan upp þegar Grindavík þurfti á honum …
Grindavík getur komist í úrslit
Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta takist liðinu að leggja KR að velli þegar liðin mætast í íþróttahúsi KR kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og vantar því einn sigurleik til að klára einvígið. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn en fyrir þá sem ekki komast má geta þess að leikurinn er …