Grindavík getur komist í úrslit

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta takist liðinu að leggja KR að velli þegar liðin mætast í íþróttahúsi KR kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og vantar því einn sigurleik til að klára einvígið.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn en fyrir þá sem ekki komast má geta þess að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.