Grindavík og Fjölnir skildu jöfn í leik liðanna í gærkveldi, hvorugu liðinu tókst að skora. Var þetta leikur í 9. umferð 1.deild karla. Það rigndi nokkuð í gær og virtust okkar menn eiga í einhverjum vandræðum með það en Magnús Björgvinsson fékk hættulegasta færi Grindvíkinga þegar hann komst einn inn fyrir en skot hans fór rétt framhjá. Á meiðslalista …
Grindavík – Völsungur
Grindavík og Völsungur mætast í 1.deild kvenna á morgun laugardag. Leikurinn byrjar klukkan 13:30 Stelpurnar sitja á toppi B riðils með 14 stig en Völsungur tveimur sætum neðar með 13 stig. Er þetta því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Í síðustu leik sigraði Grindavík Sindra 4-0 og hafa verið duglegar að setja inn mörk, 26 mörk í 6 leikjum.
Nýr samstarfssamningur við Landsbankann
Landsbankinn og Knattspyrnudeild UMFG undirrituða á dögunum nýjan samstarfssamning til tveggja ára. Á myndinni eru Valdimar Einarsson úbústjóri Landsbankans í Grindavík og Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar UMFG
Grindavík í Grafarvoginn í kvöld
Níunda umferð 1.deild karla heldur áfram í kvöld þegar m.a. Fjölnir tekur á móti Grindavík í Grafarvoginum klukkan 19:15. Grindavík situr með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og ætla sér að halda því. Umferðin hófst í gær með leik Leiknir og Selfoss. Selfoss er á siglingu því þeir unnu Leikni 4-2. Aðrir leikir í kvöld eru Víkingur – Tindastóll …
Myndir frá Shellmótinu
Shellmótið var haldið í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og áttu Grindvíkingar þar marga unga og efnilega stráka þar sem fulltrúa. Margir foreldrar fylgdu með, þar á meðal Sólný Pálsdóttir sem fékkst til að senda grindavik.is eftirfarandi myndir frá mótinu. Þeir foreldrar og forráðamenn sem eiga til fleiri myndir er bent á netfangið heimasidan@grindavik.is
Styrktargolfmót mfl. kvenna í knattspyrnu
Hérastubbur bakari heldur golfmót föstudaginn 19.júlí til styrktar meistaraflokki kvenna í Grindavík í knattspyrnu. Mótið hefst kl.11:00 og er með Texas Scramble fyrirkomulagi. Teiggjöf er samloka og drykkur Fullt af veglegum vinningum :1. Burner Superfast 2.0 Driver + Gjafabréf uppí golfferð frá Gaman ferðum.2. Odyssey white Ice Putter + undirfatnaður frá Stanno3. Odyssey white Ice + bón pakki4. Gjafabréf frá …
Sigur í Hornafirði
Grindavík er komið á toppinn í B riðli 1.deild kvenna eftir sigur á Sindra í gær. Lokatölur voru 4-0 og er markatalan hjá Grindavík í síðustu tveimur leikjum því 14-0. Eftir 6 umferðir er Grindavík með 14 stig og Fjölnir í öðru sæti með 13 stig eftir 5 leiki. Grindavík tekur á móti Völsung í næstu umferð og fer sá …
Tveir landsleikir á morgun í Grindavík
Norðurlandamót kvenna 17 ára og yngri fer fram hér á landi á næstu dögum. Tveir leikir verða spilaðir hér á Grindavíkurvelli á morgun í mótinu. Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum – annar riðillinn fer fram í Reykjavík og hinn á Suðurnesjum. Leikir um sæti fara fram í Reykjavík. Fimm af þátttökuliðunum átta koma frá Norðurlandaþjóðum (Ísland, Finnland, Danmörk, …
Vinabæjarheimsókn til Pitea
Grindvíkingar eru fjölmennir í norður Svíþjóð þessa dagana í heimsókn hjá vinabæ Grindavíkur, Pitea. Þriðji flokkur kvenna í knattspyrnu tekur þar þátt í fótboltamóti sem hófst í gær. Fararstjórn er í höndum foreldra stúlknanna en í för með eru fulltrúar frá stjórnsýslu bæjarins sem hafa sem hafa kynnt sér starfsemi vinabæjarins Pitea í ferðinni. Fréttaritari grindavik.is tók eftirfarandi myndir úr …
Grindavík burstaði Keflavík 10-0
Grindavíkurstelpur tóku Keflavík í karphúsið í 1. deildinni í knattspyrnu og unnu 10-0! Grindavík hafði ótrúlega yfirburði í leiknum en staðan var 7-0 í hálfleik. Margrét Albertsdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir skoruðu báðar þrennu. Markaskorarar Grindavíkur: 1-0 Margrét Albertsdóttir (‘7) 2-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (’12) 3-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (’20) 4-0 Þórkatla Sif Albertsdóttir (’22) 5-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir(’24) …