Grindavík í Grafarvoginn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Níunda umferð 1.deild karla heldur áfram í kvöld þegar m.a. Fjölnir tekur á móti Grindavík í Grafarvoginum klukkan 19:15.  Grindavík situr með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og ætla sér að halda því.

Umferðin hófst í gær með leik Leiknir og Selfoss. Selfoss er á siglingu því þeir unnu Leikni 4-2.  Aðrir leikir í kvöld eru Víkingur – Tindastóll og KA – Völsungur. 

Grindavík og Fjölnir hafa mæst 11 sinnum síðustu ár í leikjum á vegum KSÍ.  Fjölnir er með yfirhöndina þar því þeir hafa sigrað í 5 leikjum af 11, 3 jafntefli og Grindavík sigrað 3.  Liðin mættust í vetur í Lengjubikarnum þar sem Jóhann Helgason skoraði eina mark leiksins á 30 mínútu.