Sigur í Hornafirði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er komið á toppinn í B riðli 1.deild kvenna eftir sigur á Sindra í gær.

Lokatölur voru 4-0 og er markatalan hjá Grindavík í síðustu tveimur leikjum því 14-0.  Eftir 6 umferðir er Grindavík með 14 stig og Fjölnir í öðru sæti með 13 stig eftir 5 leiki.

Grindavík tekur á móti Völsung í næstu umferð og fer sá leikur fram á Grindavíkurvelli 6.júlí næstkomandi klukkan 16:00.  Verður spennandi að sjá auglýsingaherferð stelpnanna fyrir þann leik en þær hafa brugðið sér í ýmis hlutverk til að auglýsa heimaleikina í sumar.