Grindavík burstaði Keflavík 10-0

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur tóku Keflavík í karphúsið í 1. deildinni í knattspyrnu og unnu 10-0! Grindavík hafði ótrúlega yfirburði í leiknum en staðan var 7-0 í hálfleik. Margrét Albertsdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir skoruðu báðar þrennu.  

Markaskorarar Grindavíkur:
1-0 Margrét Albertsdóttir (‘7)
2-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (’12)
3-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (’20)
4-0 Þórkatla Sif Albertsdóttir (’22)
5-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir(’24)
6-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (’36)
7-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (’41)
8-0 Ágústa Jóna Heiðdal (’59)
9-0 Margrét Albertsdóttir (’65)
10-0 Margrét Albertsdóttir (’71)

Eftir sigurinn er Grindavík í 2. sæti riðilsins með 11 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Völsungs en Grindavík á einn leik til góða.