Markalaust í Grafarvoginum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík og Fjölnir skildu jöfn í leik liðanna í gærkveldi, hvorugu liðinu tókst að skora.

Var þetta leikur í 9. umferð 1.deild karla.   Það rigndi nokkuð í gær og virtust okkar menn eiga í einhverjum vandræðum með það en Magnús Björgvinsson fékk hættulegasta færi Grindvíkinga þegar hann komst einn inn fyrir en skot hans fór rétt framhjá.  Á meiðslalista í gær voru nokkrir reynsluboltar eins og Alexander Magnússon, Jóhann Helgason og Juraj Grizel.

Haukar og BÍ/Bolungarvík eigast við á morgun en bæði eru þau með 15 stig í 3-4 sæti og með sigri getur annað liðið nálgast Grindavík vel því eftir jafnteflið í gær er Grindavík með 19 stig.

Næsti leikur Grindavíkur er gegn KF 11. júlí.