Úrslit í stigamóti GG árið 2013 liggja fyrir. Mikil spenna var fyrir lokamótið sem fram fór fyrir viku síðan og ljóst að mjög jafnt yrði á milli efstu manna. Svo varð líka rauninn. Ingvar Guðjónsson sigraði með 162 stigum og varð aðeins einu stigi betri en Bjarni Andrésson sem kom næstur með 161 stig. Sigurður Guðfinnsson varð svo í þriðja …
Æfingar hefjast hjá körfuknattleiksdeild UMFG í dag
Æfingar hjá körfuknattleiksdeild UMFG hefjast í dag, mánudaginn 2. september í öllum flokkum. Æfingatöfluna má sjá hér. Þjálfarar eru Aníta Sveinsdóttir, Ellert Magnússon, Unndór Sigurðsson, Atli Geir Júlíusson og Jóhann Þór Ólafsson,
Erfið staða hjá Grindavíkurstúlkum
Grindavíkurstelpur eru í afar erfiðri stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Fylki eftir að hafa tapað 3-1 á Grindavíkurvelli. Liðin mætast aftur á Fylkisvelli á morgun og þá þarf Grindavík að vinna upp þetta tveggja marka forskot til að tryggja sér sæti í Pepsideildinni. Leikurinn var í ágætis jafnvægi framan af en á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Fylkir. Þetta var kjaftshögg …
Stelpurnar óska eftir stuðningi
Grindavíkurstelpur mæta Fylki á morgun kl. 17:30 á Árbæjarvelli í seinni undanúrslitaleik liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þar verður allt lagt undir en Fylkir vann fyrri leikinn 3-1. Stelpurnar skora á Grindvíkinga að fjölmenna á völlinn eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Er ekki pottþétt jafnlangt fyrir okkur í bæinn? spyrja stelpurnar. Áfram Grindavík!
Jóhann Árni ráðinn frístundaleiðbeinandi
Jóhann Árni Ólafsson íþróttafræðingur og körfuknattleiksmaður hefur verið ráðinn frístundaleiðbeinandi hjá Grindavíkurbæ en starfið byggir á samstarfi skólans og frístunda- og menningarsviðs. Fram að þessu hafa ýmsir aðilar sinnt verkefnum í félagsmiðstöðinni og í félagslífi nemenda en nú er búið að sameina þetta í eitt starf. Megin viðfangsefni frístundaleiðbeinanda er að leiðbeina og hafa umsjón með börnum og unglingum á …
Grindavík sækir Selfoss heim
Grindavík sækir Selfoss heim í 1. deild karla kl. 18:00. Grindavík verður án Óskars Péturssonar sem fingurbrotnaði á dögunum. Aðeins fjórar umferðir eru eftir og því má Grindavík ekkert við því að misstíga sig. Grindavík er í efsta sæti en Selfoss í því áttunda. Staðan í deildinni er þessi: 1. Grindavík 18 11 3 4 42:24 36 2. Haukar 18 …
Helgi og lærisveinarnir kynna: Síðasti heimaleikurinn
Úrslitakeppni í 1. deild kvenna í knattspyrnu hefst á laugardaginn. Þá tekur Grindavík á móti Fylki á Grindavíkurvelli kl. 16:00. Stelpurnar hafa að vanda útbúið skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn sem sjá má hér þar sem Helgi Bogason þjálfari liðsins er í aðalhluverki. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn á laugardaginn. Seinni leikur liðanna er svo á Fylkisvelli …
Grindavík tapaði en heldur toppsætinu
Grindavík tapaði fyrir Selfossi í kvöld 3-0 í 1. deild karla. En úrslit í öðrum leikjum voru Grindavík afar hagstæð og því heldur liðið toppsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Benóný Þórhallsson lék í marki Grindavíkur í fjarveru Óskars Péturssonar sem er fingurbrotinn og stóð Benóný sannarlega fyrir sínu. Selfyssingar skoruðu snemma leiks og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. …
Óskar fingurbrotinn
Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, fingurbrotnaði í leik liðsins gegn Leikni R. um síðustu helgi. Óskar birti röntgenmynd af puttanum á Facebook sem sjá má hér. Ljóst er að Óskar verður ekki með Grindvíkingum á næstunni sem er gríðarlegt áfall fyrir Grindavík enda Óskar einn af reyndari mönnum liðsins og besti markvörður 1. deildarinnar. Hinir ungu og efnilegu Benóný Þórhallsson og …
Daníel Leó og Stefán Þór í U19
Daníel Leó Grétarsson leikmaður Grindavíkur hefur verið valinn í U19 ára landslið Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttulandsleilkjum gegn Skotum í byrjun september. Stefán Þór Pálsson leikmaður Grindavík sem er í láni frá Breiðablik, er einnig í hópnum. Daníel Leó hefur verið fastamaður í Grindavíkurliðinu sem trónir á toppnum í 1. deild karla og staðið sig feikilega vel. Þá …