Erfið staða hjá Grindavíkurstúlkum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur eru í afar erfiðri stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Fylki eftir að hafa tapað 3-1 á Grindavíkurvelli. Liðin mætast aftur á Fylkisvelli á morgun og þá þarf Grindavík að vinna upp þetta tveggja marka forskot til að tryggja sér sæti í Pepsideildinni.

Leikurinn var í ágætis jafnvægi framan af en á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Fylkir. Þetta var kjaftshögg fyrir Grindavík og Fylkir gerði út um leikinn með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili um miðjan hálfleikinn. Dernelle L. Mascall skoraði eina mark Grindavíkur.