Grindavík tapaði en heldur toppsætinu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Selfossi í kvöld 3-0 í 1. deild karla. En úrslit í öðrum leikjum voru Grindavík afar hagstæð og því heldur liðið toppsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Benóný Þórhallsson lék í marki Grindavíkur í fjarveru Óskars Péturssonar sem er fingurbrotinn og stóð Benóný sannarlega fyrir sínu. Selfyssingar skoruðu snemma leiks og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. Jóhann Helgason átti svo hörku skalla í þverslána fyrir Grindavík en Selfoss gerði út um leikinn með þriðja marki sínu um miðjan hálfleikinn.

Grindavík hefur oft leikið betur en báðir tapleikirnir gegn Selfossi í sumar gætu orðið Grindavíkurliðinu dýrkeyptir þegar uppi verður staðið.

En úrslit í öðrum leikjum voru Grindavík afar hagstæð. Fjölnir sem var í 2. sæti tapaði heima fyrir Þrótti 1-3 og Haukar sem voru í 3. sæti gerðu jafntefli við Leikni 1-1.

Staðan er því þessi:

1. Grindavík 19 11 3 5 42:27 36

2. Haukar 19 10 5 4 37:26 35
3. Fjölnir 19 10 4 5 28:23 34
4. BÍ/Bolungarv 18 11 0 7 40:32 33
5. Víkingur R. 18 8 6 4 32:27 30
6. Leiknir R. 19 8 5 6 30:23 29
7. Selfoss 19 8 3 8 40:29 27
8. KA 19 7 5 7 28:28 26
9. Tindastóll 19 6 7 6 28:32 25
10. Þróttur 19 6 2 11 22:30 20
11. KF 18 3 6 9 18:29 15
12. Völsungur 18 0 2 16 14:53 2

Grindavík á eftir að mæta Fjölni heima, KF úti og svo KA heima í lokaumferðinni.