Stelpurnar óska eftir stuðningi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur mæta Fylki á morgun kl. 17:30 á Árbæjarvelli í seinni undanúrslitaleik liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þar verður allt lagt undir en Fylkir vann fyrri leikinn 3-1. Stelpurnar skora á Grindvíkinga að fjölmenna á völlinn eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.

Er ekki pottþétt jafnlangt fyrir okkur í bæinn? spyrja stelpurnar. Áfram Grindavík!