Níu stiga tap gegn Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Val í Dominos deild kvenna í körfubolta 73-64. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur sem er meidd.  Leikurinn var jafn og spennandi en ótrúleg hitni Vals um miðbik fjórða leikhluta skildi á milli þegar yfir lauk. Grindavík var einu stigi yfir í hálfleik 34-33.  Jafnt var á öllum tölum en Grindavík náði þó mest sex stiga forystu í …

Grindavíkurstrákarnir í banastuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeild karla í gærkvöldi með 122 stigum gegn 94. Ekkert lið hefur skorað fleiri stig í einum leik en Grindavík í þessum leik. Nýi bandaríski leikmaðurinn í liðinu, Earnest Lewis Clinch Jr. lofar virkilega góðu en hann skoraði 36 stig. Leikurinn var reyndar frekar jafn í fyrri hálfleik en Grindavík hafði eins stigs forskot …

Tap gegn Haukum og Pálína meiddist

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Haukum með 18 stiga mun, 86-68, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Tapið var ekki eina áfallið því lykilleikmaður liðsins, Pálína Gunnlaugsdóttir meiddist eftir 28 mínútna leik á hné og en óvíst er hversu alvarleg þau eru. Bandarískur leikmaður Hauka, Lele Hardy, hélt heimaliðinu á floti og réðu Grindvíkingar illa við hana. Jóhanna Rún Styrmisdóttir átti …

Kvennaleiknum frestað um sólarhring

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti að sækja Hauka heim í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Ásvöllum kl. 19:15 í kvöld. Vegna landsleik Íslands og Króatíu hefur leiknum verið frestað um sólarhring og fer því fram á morgu miðvikudag á sama tíma. Grindavík og Haukar eru jöfn í 3. sæti deildarinnar með 10 stig.

Nýr Kani lofar góðu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skellti Stjörnunni örugglega 87-67 í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni. Earnest Lewis Clinch Jr. eða Fjarkinn eins og sumir kalla hann, nýjasti bandaríski leikmaður Grindavíkur og sá fjórði röðinni á þessari leiktíð, lofar góðu en hann skoraði 17 stig og sýndi flott tilþrif.  Grindavík hafði talsverða yfirburði allan tímann og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var …

Árgangadiskó – Allir velkomnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í tilefni 30 ára fermingarafmæli 1969 árgangsins ætlar sá árangur að borða saman á Salthúsinu í Grindavík nk. laugardagskvöld. Um kl. 23 verður brjálað diskó þar sem allir eru velkomnir.   Að sögn Ingvars Guðjónssonar mun DJ Flóvent þeyta skífum og sér árgangur 69 um að halda uppi stuðinu eins og honum einum er lagið.

Stórtap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 20 stiga mun, 64-84, í Röstinni í gærkvöldi. Villuvandræði í upphafi seinni hálfleiks gerðu útslagið og þá hittu Grindavíkurstúlkur afar illa í leiknum. Heimakonur í Grindavík höfðu fjögurra stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en eftir það tóku gestirnir við sér. Leikhlutarnir sem á eftir fylgdu voru í eigu Keflvíkinga …

Grindavík og Stjarnan mætast í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Öllum er í fersku minni úrslitarimma Grindavíkur og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta síðasta vetur þar sem Grindavík hafði betur í oddaleik. Hins vegar hafði Stjarnan betur í bikarúrslitaleik liðanna. Liðin mætast í Röstinni í kvöld kl. 19:15 og er vonast til að Grindavík frumsýni nýjan Kana í leiknum. Stjarnan er jafnframt nýbúin að skipta um bandarískan leikmann en liðið …

Grindavík frumsýnir Lewis

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík frumsýnir nýjan bandarískan leikmann þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Er þetta fjórði leikmaðurinn sem kemur til landsins í vetur. Þesi nýjasti heitir Lewis Clinch jr og 26 ára og lék fyrir Georgia Tech háskólann. Hann hefur leikið í Ísrael, NBA-D League, í Puerto Rico svo eitthvað sé nefnt. Grindavík sendi tvo fyrstu Kanana heim því þeir þóttu ekki …

Héldu að væru bara sjómenn á Íslandi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Það hafa margir blaðamenn og útvarpsstöðvar hringt í mig að undanförnu til að spyrja út í Ísland. Króatar voru hrikalega ánægðir með að mæta Íslandi en ég var það ekki, ég vildi fá Rúmeníu,” sagði Juraj Grizelj leikmaður Grindavíkur við Fótbolta.net í dag. Juraj lék með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar og hann hefur verið tíður gestur í viðtölum …